Algeng einkenni einhverfu hjá stúlkum/konum

Listinn hennar Sam Croft er fín yfirferð þegar konur á einhverfurófinu eru annars vegar, sjá hér: Unoficcial check list

Hún skiptir listanum niður í nokkra flokka undir yfirskriftunum: a) Djúpur hugsuður, b) Saklaus/hrekklaus, c) Flótti og vinátta, d) Fylgikvillar, e) Félagsleg samskipti, f) Athvarf í einveru, g) Næm/viðkvæm, h) Sjálfskynjun, i) Ráðvillt, j) Orð, tölur og mynstur, (valkvætt) Verk- og hreyfifærni.

Margt er þarna fyrirsjáanlegt, eins og að vera einræn, glögg á smáatriði, með gott og oft sjónrænt minni, afmörkuð áhugasvið og klaufaleg í félagslegum samskiptum. Allskonar nördaskapur, ást á tónlist, textum og ljóðum, hreinskilni, sann- og bersögli er líka á þessum lista.

Aðra þætti er ekki víst að fólk tengi almennt við einhverfurófið, eins og að vera liðamótalaus (ofliðug), verða fyrir einelti, upplifa ofbeldi í nánum samböndum, skorta tímaskyn, vera berdreymin, mikill dýravinur, kærulaus í fatavali og með óstýrilátt hár. Já og mataróþol. Oft er líka talað um aukna tilhneigingu til að fá marbletti.

Svo hefur mér verið sagt að einhverfar konur prjóni mikið og hekli og að nafnabreytingar séu algengar í þeim hópi. Það skyldi þó aldrei vera?

En hvað sem því líður, þá tikka ég í nánast öll boxin, eins og meðal annars sést á þessari mynd, þar sem ég er ógreidd, í fötum sem hafa verið tínd af tilviljun upp úr ferðatösku (eftir að vera hent í hana án mikillar umhugsunar) í kórferðalagi (halló textanörd) með glutenfrían drykk í glasi og annan fótinn öfugsnúinn. Frekar normalt allt, fyrir mig að minnsta kosti 😉

10394001_10203321226124889_7717369720755611926_n

Nú er ég ekki að segja að þessi mynd sé óbrigðult hjálpartæki við að koma auga á einhverfar konur, en þetta er klárlega ein útgáfan.

4 athugasemdir við “Algeng einkenni einhverfu hjá stúlkum/konum

  1. Ég á dóttur sem er á einhverfu rófinu, en hún er ekki greind með Aspergers. Mér var sagt hjá greiningarsérfræðingi að Aspergers heilkenni eru töluvert frábrugðin þeim sem eru á einhverfu rófinu sem kallað er, semsé ekki með Aspergers greint. Læknirinn sem greindi dóttur mína, gerði það reyndar 2 sinnum fyrir mig, þar sem ég vildi vera viss um að þetta væri rétt. Hann sagði að ef það eru fleiri börn systur eða bræður, þá þarf ekki að leyta lengi til að finna annan sem er einnig á rófinu. ( þetta er læknir í Bandaríkjunum). Og það er satt, ég sé að sumt er líkt hjá bróður, sem er ekki með neina greiningu, en hann gæti verið á Aspergers rófinu.
    Dóttir mín er 24 ára í dag. Ég hef lært margt sjálf á því að ala hana upp og vera með henni. Hún elskar dýr, og dýrin laðast að henni.
    Svo má ekki gleyma, að það hangir oft margt fleira á spýtunni, þegar þessi greining er komin.

    • Asperger er reyndar hluti af einhverfurófinu og engir tveir eins. Gott að hún fékk greiningu, vona að henni gangi vel 🙂

Leave a Reply to HabbaCancel reply