Spinna þráð,
prjóna og rekja sig gegnum lífið.
Ganga frá lausum endum,
sauma saman.
Úr einum samfelldum þræði vefast stór og mikil listaverk, sem ganga mann fram af manni – uppskriftin gömul. Þessu lík er mannsævin, lykkjan sem fyrst er undin er grunnurinn að öllu mynstrinu, miðjan í vefnum. Öll spor manns eru samhangandi.
Gaman væri að sjá líf sitt með augum skaparans, hann byrjar öll mynstrin með samskonar lykkju og framan af eru umferðirnar svosem hver annari líkar. En dúkar vefarans mikla eru ofnir mismunadi bryddingum, innihalda ólíkar rósir.
Ég rek mig eftir þræðinum, seinna sé ég mynstrið.