Contact

Guðlaug Svala Kristjánsdóttir starfar við ráðgjöf og fræðslu hjá Einhverfusamtökunum. Hún er sjúkraþjálfari að mennt og að auki með umfangsmikla reynslu af félagsmálum. Eins og algengt er með konur á einhverfurófinu þá fann hún sína einhverfu í kjölfar annars vegar greininga barna og hins vegar einhverfukulnunar. Hún þekkir því einhverfu frá ýmsum sjónarhornum, bæði sem einstaklingur, móðir og fagmaður.